Herbergin
ÞAÐ SEM ER INNIFALIÐ ÞEGAR ÞÚ BÓKAR
Frítt Wi-Fi
Háhraða þráðlaus nettenging er í boði ókeypis fyrir alla gesti okkar. Hægt er að tengjast netinu á öllum herbergjum og opnum svæðum hótelsins.
Morgunverður
Morgunverðarhlaðborðið er alltaf innifalið í gistingu hjá okkur. Þar má finna úrval af morgunkorni, jógúrt, brauði, ávöxtum og grænmeti.
Sérbaðherbergi
Öll herbergi á hótelinu eru með fullbúið sérbaðherbergi.
Sjónvarp
Hvert herbergi er búið LED flatskjásjónvarpi með 20+ sjónvarps- og útvarpsrásum í boði.
Kaffi & Te
Öll herbergi eru útbúin með katli, ásamt te & kaffi.
Tölvuaðgangur
Þarftu að fá aðgang að vefnum? Xpress viðskiptamiðstöðin okkar er staðsett á jarðhæð við móttökuna. Prentun er möguleg gegn vægu gjaldi.
Heitu Pottarnir
Gestir hótelsins fá aðgang að heitu pottunum okkar, en þá má finna í hótelgarðinum. Hinn fullkomni staður til að slaka á eftir langan dag.
Reyklaust Hótel
Hluti af markmiði okkar er að skapa notalegt umhverfi fyrir alla. Þess vegna er hótelið reyklaust hvarvetna. Reykingar eru leyfðar á sérstökum reykingarsvæðum.
Vakningarþjónusta
Vakningarþjónusta er í boði ókeypis fyrir gesti okkar.
Bókaðu núna!
Þegar þú bókar beint í gegnum heimasíðuna okkar sleppir þú öllum milliliðum og færð besta netverðið í boði, án allra skilyrða.