Veitingastaðurinn

Veintingastaðurinn okkar er fullkomin staðsetning fyrir þá sem vilja njóta góðs matar í rólegu umhverfi. Við leggjum mikið á okkur til að tryggja að hráefnin sem við notum séu þau bestu í boði að hverju sinni.
Veitingastaðurinn er á jarðhæð hótelsins, í björtu og rólegu umhverfi. Salurinn tekur allt að 140 manns í sæti, hægt er að skipta honum niður í smærri rými eftir hentugleika.


Vetrarmatseðlar

Veitingastaðurinn er opinn fyrir einstaklinga og hópa í vetur.

Á hverju kvöldi er boðið upp á ljúffengt 3-ja rétta hlaðborð, sem inniheldur úrval nýrra og ferskra rétta á hverrum degi.

Fyrir frekari upplýsingar um matseðil dagsins, er hægt að hafa samband við okkur símleiðis.


Bar og setustofa

Setustofan er staðsett við barinn þar sem tilvalið er að setjast niður yfir drykk.