Veitingastaðurinn

Veitingastaðurinn okkar er frábær kostur fyrir þá sem vilja njóta góðs matar í rólegu umhverfi. Hann má finna í glerkskálanum á jarðhæð hótelsins, en þar er bjart og friðsælt. Við leggjum mikið á okkur til að tryggja að hráefnin sem við notum séu þau bestu í boði að hverju sinni.

Salurinn er afar rúmgóður og tekur allt að 140 manns í sæti. Þar að auki er hægt að skipta honum niður í smærri einingar eftir hentugleika.

Vetraropnun


Vegna aðstæðna tökum við einungis við hópabókunum í vetur.

Við setjum saman sérsniðna hádegis- og kvöldverðarseðla eftir þínum óskum.

Vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir bókanir og frekari upplýsingar.


Bar og setustofa

Setustofu og bar má finna á jarðhæðinni við hlið veitingastaðarins.

Þar er lýsingin allmikið dimmari en annarsstaðar á hótelinu og kallast það einnig á við birtu veitingasalsins.

Setustofan er tilvalinn staður til að setjast niður yfir drykk í rólegu umhverfi við ljúfa tóna. Á barnum er boðið upp á bæði áfenga og óáfenga drykki, gos, te, kaffi og svaladrykki. Þar að auki er boðið upp á spennandi tilboð við barinn í hverri viku.

Við hlökkum til að sjá þig!


Hótel Hvolsvöllur býður upp á góða aðstöðu fyrir bæði stærri og minni viðburði. Skjávarpa, tússtöflu og annan útbúnað er hægt að útvega ef pantað er. Einnig getum við boðið upp á kaffi og vetingar, allt eftir óskum hvers og eins hóps. Stórir viðburðir eins og afmæli, brúðkaup eða ráðstefnur eru einnig mögulegir.

Hafðu samband og við gerum þér tilboð.