Um hótelið

Verið velkomin á
Hótel Hvolsvöll

-Upplifðu suðurland

Hótel Hvolsvöllur býður upp á þægilega gistingu í vinalegu umhverfi. Á hótelinu eru sextíu og sex herbergi, þar af tuttuguogtvö þriggja-manna, þrjátíuogtvö tveggja-manna, og átta eins-manns herbergi. Við bjóðum einnig upp á fjögurra-manna fjölskylduherbergi, ásamt tveimur junior-svítum.


Öll herbergi eru útbúin með sér baðherbergi, flatskjá, hárþurrku, kaffi og tekatli. Wi-Fi er gestum okkar að kostnaðarlausu, ásamt tveimur gestatölvum. Einnig er hægt að nýta sér hjólaleiguna okkar yfir sumartímann.


Staðsetning hótelsins er fullkomin fyrir þá sem vilja upplifa allt það sem að suðurland hefur upp á að bjóða. Hvolsvöllur er í nálægð við margar náttúruperlur eins og Þórsmörk, Geysi, Gullfoss, Seljalandsfoss, Seljavallalaug, Skógafoss og fleiri.Services and standardsWEB ICON Key Check-In

Innritun

15:00 - 22:00

Innritun er opin síðdegis frá klukkan 15:00. Ekki hika við að hafa samband við okkur ef að ætlunin er að koma fyrir eða eftir auglýstan innritunartíma. Við komum til móts við þig eftir bestu getu.
WEB ICON Family

Fjölskyldur

Við elskum fjölskyldur og bjóðum öllum börnum (12 ára og yngri) að gista frítt þegar þau eru með foreldrum*. Morgunverður er innifalinn, einnig fyrir börnin.
WEB ICON Breakfast

Morgunverður

07:00 - 10:00

Morgunverðarhlaðborðið okkar er innifalið og er í boði alla morgna. Morgunverðurinn er með hefðbundnu sniði, með ríkri áherslu á holla og næringarríka valkosti úr fersum hráefnum. Þar má finna úrval morgunkorns, jógúrta, brauða, ávaxta og grænmetis.
WEB ICON Restaurant

Veitingastaður & Bar

Í sumar bjóðum við upp á glæsilegt kvöldverðarhlaðborð, sem samanstendur af hefðbundnum íslenskum réttum, fersku meðlæti og eftirréttum. Á veturna sérhæfir veitingastaðurinn sig í að taka á móti hópum. Við getum hjálpað þér að finna veitingastaði í nágrenninu. Á hótelinu er einnig bar og setustofa, en það er frábær staður til að setjast niður yfir drykk.

Heitu pottarnir

16:00 - 23:00

Gestir hótelsinsfá aðgang að tveimur af heitu pottunum okkar, sem eru góður staður til að slaka á eftir langan dag.

Frítt Wi-Fi

Þráðlaus háhraða Wi-Fi nettenging er að sjálfsögðu í boði, gestum að kostnaðarlausu. Hægt er að tengjast netinu inni á öllum herbergjum og á opnum svæðum. Einnig geta gestir nýtt sér gestatölvurnar á jarðhæðinni.

Herbergin

Hvert herbergi er útbúið með kaffi & tekatli, LED Flatskjá, skrifborði og einkabaðherbergi ásamt hárþurrku. Öll herbergi eru einnig með Wi-Fi nettengingu, að sjálfsögðu.
WEB ICON cigarette

Reykingar

Til að tryggja hreint og gott andrúmsloft fyrir alla gesti er hótelið reylaust. Reykingar eru hins vegar leyfðar á merktum reykingasvæðum. Takk fyrir að virða þessa reglu.
ICON WEB Volcano

Náttúuperlur í nágrenninu

Staðsetning hótelsins er frábær fyrir þá sem vija upplifa náttúrufegurð suðurlands. Hótel Hvolsvöllur er í nálægð við margar náttúruperlur eins og Þórsmörk, Geysir, Gullfoss, Seljavallalaug, Skógarfoss, Seljalandsfoss, Eyjafjallajökull og fleiri.
WEB ICON Bike.png

Hjólaleiga

Gestir okkar geta nýtt sér hjólaleigu hótelsins gegn vægu gjaldi, til dæmis fyrir stuttar ferðir um Hvolsvöll og nágrenni. Hjólaleigan er eingöngu í boði fyrir gesti hótelsins. Að sjálfsögðu fylgir hjálmur með hverri leigu.