Um hótelið

Hótel Hvolsvöllur
-Upplifðu suðurlandið

Hótel Hvolsvöllur býður upp á vinalega gistingu í fallegu umhverfi. Hótelið er búið 66 herbergjum, 26 þriggja manna, 32 tveggja manna og 8 eins manns herbergi. Við bjóðum einnig upp á fjölskylduherbergi sem getur rúmað allt að fimm manna fjölskyldu sem og tvær svítur. Hvert herbergi er með sér baði og flatskjá og flest með síma og hárþurrku. Á öllum herbergjum er hraðsuðuketill, kaffi, te og bollar. Frí nettenging er í boði fyrir alla hótelgesti en einnig eru til staðar tvær tölvur sem gestir hafa aðgang að.

Staðsetning hótelsins er mjög góð fyrir alla þá sem vilja njóta þeirrar náttúru sem Suðurlandið bíður upp á. Hótel Hvolsvöllur er í nálægð við margar náttúruperlur, t.d Þórsmörk, Landmannalaugar, Geysi, Gullfoss, Seljalandsfoss, Seljavallalaug, Skógarfoss og fleiri staði.

Okkar markmið

Á Hótel Hvolsvelli búum við yfir áratuga reynslu af hótelrekstri og leggjum við okkur fram við að veita frábæra þjónustu og þægilega gistingu á góðu verði.
Við viljum að þú eigir góðar minningar eftir dvölina þína hjá okkur.

Fjölskylduafsláttur

Hótel Hvolsvöllur elskar fjölskyldur og bíður öllum börnum yngri en 12 ára að gista frítt með forráðamanni sínum. Morgunverður fylgir öllum seldum gistingum og gildir það líka fyrir börn sem gista frítt.

Kvöldverður er einnig gjaldfrjáls fyrir öll börn yngri en 12 ára en það gildir aðeins ef forráðamenn njóti veitinga á staðnum einnig.

Morgunverður

Morgunverður fylgir öllum seldum herbergjum og er hann í boði milli 07:00 og 10:00. Í honum má finna margskonar morgunverð sem oft er kallaður „íslenskur morgunverður“ en þar er m.a að finna morgunkorn, jógúrt, brauð, álegg, ávexti og grænmeti.

Hafa samband og staðsetning

Hótelið er staðsett á Hlíðarvegi 7 in Hvolsvelli.
Sími: 487-8050
Netfang: info@hotelhvolsvollur.is
Ekki hika við að hafa samband!